Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri á Sumardaginn fyrsta

Guðbjartur Þór til vinstri ásamt nemendum sem tóku þátt í Skeifudeginum þá Laufey Ósk Grímsdóttir, Ingiberg Daði Kjartansson, Einar Ágúst Ingvarsson, Eyjalín Harpa Eyjólfsdóttir, Kim Edman, Saga Björk Jónsdóttir, Melkorka Gunnarsdóttir og Linda Rún Pétursdóttir reiðkennara

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri á Sumardaginn fyrsta

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri á Sumardaginn fyrsta. Dagskráin hófst á fánareið og opnunarávrpi rektors, Ragnheiðar I. Þórarinsdóttur. Þá voru riðið úrslit í Gunnarsbikar. Gunnarsbikarinn er gefinn af Bændasamtökum Íslands til minningar um Gunnar Bjarnason. Þá komu sýningaratriði frá Hægindi áður en nemendur í Reiðmennsku III í búfræði sýndu tamningatrippi sín. Þá komu inn systkinin frá Skipanesi á bræðrum frá Skipanesi. Dagskrá í reiðhöll lauk svo á skrautreið nemenda LbhÍ sem hafa stundað hestamennsku á Mið-Fossum í vetur.

Þegar dagskrá lauk á Mið-Fossum var haldið á Hvanneyri þar sem fram fór kaffisala og veitt voru verðlaun og viðurkenningar ásamt þvi að dregið var i stóðhestahappadrætti hestamannafélagsins Grana.

Á annað hundrað manns tóku þátt í deginum með nemendum og starfsfólki sem fór afar vel fram með skemmtilegum sýningum á Mið-Fossum og góðri stemmningu í kaffinu.


Morgunblaðsskeifuna í ár hlaut Eyjalín Harpa Eyjólfsdóttir en hún hampaði einnig Gunnarsbikarnum, Eiðfaxabikar auk þess að fá ásetu og reiðmennskuverðlau FT. Einar Ágúst Ingvarsson hlaut framfaraverðlaun Reynis.



Guðbjartur Þór Stefánsson og Linda Rún Pétursdóttir reiðkennarar veittu nemendum viðurkenningarskjöl og veitti Silvía Sigurbjörnsdóttir formaður Félags tamningamanna verðlaun FT og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir veitti Morgunblaðsskeifuna við hátíðlega athöfn á Hvanneyri.



Við óskum öllum innilega til hamingju með daginn og áfangann og þökkum innilega fyrir komuna á Sumardaginn fyrsta. Ljósmyndir tók VIbeke Thoresen.

Hér fyrir neðan má skoða Skeifublaðið 2025 sem nemendur gefa út í tilefni dagsins.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image