Skeifudagurinn 2017 á Sumardaginn fyrsta

Image

Hestamannafélagið Grani á Hvanneyri heldur Skeifudaginn hátíðlegan á Sumardaginn fyrsta, 20. apríl nk, á Mið-Fossum í Borgarfirði. Hátíðin hefst í hestamiðstöðinni Mið-Fossum kl 13.30 og eru allir velkomnir að líta við og fylgjast með dagskrá. Að henni lokinni verður kaffisala í Ásgarði á Hvanneyri og hið vinsæla folatollahappdrætti þar sem vinningar eru gjafabréf fyrir handhafa að leiða hryssu sína undir hina ýmsu stóðhesta og búa til framtíðargæðinga.

Skeifudagurinn er sannkölluð uppskeruhátíð nemenda í reiðmennskuáföngum skólans þar sem veitt eru hin ýmsu verðlaun. Þar má nefna Gunnarsbikarinn, sem fer til þess nemenda sem fær hæstu einkunn í fjórgangskeppni, ásetuverðlaun Félags Tamningamanna og Morgunblaðskeifuna sem fer til þess nemenda sem hlýtur hæstu meðaleinkunn úr verklegum reiðmennskuprófum. Morgunblaðsskeifan hefur verið veitt árlega síðan 1957, en mikill heiður þykir að hljóta Skeifuna og hafa sumir handhafar hennar seinna meir orðið einhverjir ástsælustu hestamenn landsins.

Skeifudagurinn er einnig útskriftardagur nemanda í Reiðmanninum en Reiðmaðurinn er tveggja ára nám ætlað fólki sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. Nemendur í Reiðmanninum keppa um Reynisbikarinn.

Facebook síða Hestamannafélagsins Grana

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image