Hópurinn skoðar vinnusal nemenda í umhverfisskipulagi
igurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ásamt þingmönnum og starfsmönnum heimsótti starfsstöð LbhÍ að Hvanneyri í síðustu viku.
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor bauð gesti velkomna og kynnti stefnu skólans til næstu fimm ára þar sem áhersla er lögð á að stórauka rannsóknir og nýsköpun og fjölga nemendum á öllum námsstigum. Einnig fór hún yfir aðstöðu skólans og þau tækifæri sem eru til útrásar fyrir skólann. Í því sambandi kom aðstaða skólans að Mið-Fossum til umræðu sem skólinn þyrfti að eignast.
Prófessor Bjarni Diðrik Sigurðsson fór yfir helstu áherslur skólans í rannsóknum og nýsköpun og kynnti nýja námsbraut fyrir meistaranema um umhverfisbreytingar á norðurslóðum (EnChil) sem fer af stað næsta haust. EnChil býður upp á hágæða rannsóknatengt framhaldsnám á fræðasviði umhverfisfræða ásamt hagnýtri reynslu á Grænlandi, Íslandi og á öðrum Norðurlöndum. Kennt er á Hvanneyri og Grænlandi ásamt a.m.k. einu misseri við Landbúnaðarháskólann í Lundi í Svíþjóð eða Háskólann í Helsinki í Finnlandi. Þá sýndi Helena Guttormsdóttir lektor aðstöðu BS nemenda í umhverfisskipulagi sem er einstaklega vel innréttuð á efstu hæðinni í Ásgarði. Heimsókninni lauk svo með skemmtilegri hópmyndatöku í anddyrinu í Ásgarði. Við þökkum gestunum kærlega fyrir komuna og vonumst til að þeir hafi haft gagn og ánægju af.