Alls sóttu sex einstaklingar um stöðu rektors við Landbúnaðarháskóla Íslands. Umsóknarfrestur rann út 25. apríl sl.
Nöfn umsækjendanna sex eru:
Arnar Bjarnason, framkvæmdastjóri hjá Reykjavík Capital
Hermundur Sigmundsson, prófessor NTU
Jón Örvar Geirsson Jónsson, doktorsnemi HÍ
Karl G Friðriksson, framkvæmdastjóri á Nýsköpunarmiðstöð
Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor HÍ
Sigríður Kristjánsdóttir, lektor LbhÍ
Háskólaráð LbhÍ ákvað á fundi sínum í dag, 2. maí 2017, að fela rektor að virkja valnefnd til starfa. Í valnefnd eiga eftirfarandi einstaklingar sæti samkv. ákvörðun háskólaráðs:
Skúli Skúlason, prófessor og formaður
Jón Torfi Jónasson, prófessor
Anna Karlsdóttir, senior research fellow hjá Nordregio