Sbatie Lama ráðin nýr sérfræðingur í plöntukynbótum

Sbatie Lama sérfræðingur í plöntukynbótum við tilraunaakur á Hvanneyri

Sbatie Lama ráðin nýr sérfræðingur í plöntukynbótum

Dr Sbatie Lama hefur verið ráðin sem sérfræðingur í plöntukynbótum hjá deild Ræktunar og fæðu.  

 

Sbatie mun að mestu starfa í fjarvinnu frá Malmö í Svíþjóð. Sbatie er með doktorspróf frá SLU í búvísindum og meistaragráðu frá sama skóla í landbúnaðarvistfræði. Þá er hún með meistaragráðu í lífefnafræði frá landbúnaðarháskólanum í Dakar. Sbatie hefur unnið fyrir Lantmannen í Svíþjóð undanfarið ár og þar áður starfaði hún m.a. sem tæknimaður á rannsóknarstofu fyrir Lund háskóla. Sbatie hóf stöf nú í byrjun október.

„Ég er mjög spennt að hefja störf við deildina með frábæru teymi og að fá tækifæri til að koma að eflingu plöntukynbóta á Íslandi. Ég hef fengið mjög góðar móttökur hér frá öllum sem hefur gert komu mína hingað mjög ánægjulega!“

Við bjóðum Sbatie innilega velkomna í hópinn!

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image