Sæktu sumarið í Garðyrkjuskólann á Reykjum

Garðyrkjuskóli LbhÍ á Reykjum í Ölfusi verður með opið hús á Reykjum á sumardaginn fyrsta, næstkomandi fimmtudag,. Húsið opnar klukkan 10.00 fyrir gesti og gangandi. Hátíðardagskrá hefst kl 14.00.

Garðyrkjunemendur og starfsfólk bjóða fólki að blómstra með sér á nýju sumri. Meðal þess sem í boði er er glæný uppskera af hnúðkáli, kaffiveitingar að hætti hússins og markaðstorg með grænmeti, garðplöntum, blómum og fleiri kræsingum. Þá verður ýmislegt skemmtilegt fyrir börnin m.a. ratleikur um svæði skólans. Hægt verður að líta inn í hitabeltisgróðurhús skólans, en þar er að finna stærstu bananaplantekru Evrópu. Bananarækt hófst árið 1951 og er árleg uppskera 100-120 klasar. Í sama húsi eru einnig ræktaðar fíkjur og kaffibaunir. Verkefni skrúðgarðyrkjunemenda verða til sýnis í verknámshúsi skrúðgarðyrkjunnar auk þess sem þar verður hægt að kaupa pylsur og ís. Starfsfólk LbhÍ mun kynna nám við skólann sem og spennandi námskeið sem Endurmennturnardeild LbhÍ stendur fyrir. Þá veitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, garðyrkjuverðlaunin 2015.  Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson veitir umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar 2015 og Illugi Gunnarsson veitur umhverfisverðlaun Ölfuss 2015.

Nú er allt í blóma í gróðurhúsum Garðyrkjuskólans og tilvalið að sækja sumarið þangað!

Háskóli Íslands
Gestir skoða verkefni skrúðgarðyrkjunema

 

Háskóli Íslands
Hægt verður að skoða stærstu bananaplantekru Evrópu

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image