Ritið "Nytjaplöntur á Íslandi 2018" komið út

Nytjaplöntur á Íslandi 2018 er komin á vef LbhÍ. Þar eru listuð þau yrki nytjajurta, sem Landbúnaðarháskólinn mælir með til notkunar. Útgáfan þetta árið tafðist vegna mikilla mannabreytinga á síðasta ári en venjulega kemur hann út í lok janúar hvers árs. Ritstjóri er Þóroddur Sveinsson.

Listarnir í ár taka nokkrum breytingum með nýrri ritstjórn og nýjum endurskoðendum. Röðun flokka og flokkaheitum hefur verið breytt aðeins. Í flokknum fjölær fóðurgrös hefur grastegundum verið fækkað um fjórar. Hálíngresi, sandfax, túnvingull og beringspuntur eru ekki lengur talin til fóðurgrasa sem mælt er með að sá í tún. Þá hefur verið bætt við tveimur grænfóðurtegundum, fóðurnæpu og fóðurhreðku. Aðferðir við val á listana eru þó óbreyttar.

Hér má sjá lista nytjaplantna á Íslandi gefið út af LbhÍ.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image