Rit LbhÍ nr. 86 - Vaxtargeta íslenskra nauta í kjötframleiðslu

Út er komið Rit LbhÍ nr. 86 - Vaxtargeta íslenskra nauta í kjötframleiðslu. Höfundur þess er Þóroddur Sveinsson, lektor við LbhÍ. Ritið tekur saman niðurstöður rannsóknar sem hafði það að markmiði að meta vaxtargetu íslenskra nauta í kjötframleiðslu. Lýst er stöðu þekkingar ásamt ályktunum sem má draga af niðurstöðum. Einnig er fjallað almennt um nautaeldi þar sem m.a. eiginleikar íslenska kúakynsins til  kjötframleiðslu eru bornir sama við önnur kúakyn. Rannsóknin fór að mestu fram á starfsstöð LbhÍ á Möðruvöllum í Hörgárdal en slátrun og kjötvinnsla var unnin á Akureyri hjá Norðlenska matborðinu ehf. Verkefnisstjórn og fagleg ábyrgð var í höndum LbhÍ en samstarfs- og stuðningsaðilar voru Bústólpi ehf., Norðlenskamatborðið ehf., Stóri Dunhagi ehf. og Matvælastofnun (MAST).

Verkefnið var sérstaklega styrkt af Þróunarsjóði nautgriparæktarinnar og unnið fyrir Landssamband kúabænda.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image