Réttindanám í meðferð varnarefna hefst 3.9

Umhverfisstofnun, Vinnueftirlitið og Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Ísands bjóða upp á nám í meðferð varnarefna fyrir alla sem vilja mennta sig í meðferð varnarefna við eyðingu meindýra og/eða meðferð plöntuverndarvara í landbúnaði og garðyrkju, sem og þau sem þurfa að endurnýja réttindi sín á þessu sviði. Námið er metið til eininga á framhaldsskólastigi.
 
Þrjár námsleiðir eru í boði: 
I. Fullt nám í meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna
II. Nám í meðferð útrýmingarefna við eyðingu meindýra
III. Nám í meðferð plöntuverndarvara í landbúnaði og garðyrkju
 
Námið er kennt í fjarnámi og námsefni frá kennurum aðgengilegt allan sólarhringinn á námsvef skólans meðan á námskeiðinu stendur. Nemendur stýra því alfarið sjálf hvenær hlustað er á fyrirlestra og farið yfir námsefnið. 
 
Námskeiðið hefst þriðjudaginn 3. september og lýkur með rafrænu prófi þriðjudaginn 17. september.  Opið fyrir umsóknir til 29. ágúst nk. 
 
Allar nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands.
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image