Réttindanám fyrir frjótækna - í samstarfi við Nautastöð BÍ

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á nám fyrir verðandi frjótækna sem verður haldið 4. - 8. nóvember á Stóra-Ármóti í Flóa í samstarfi við Nautastöð BÍ. Námið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að læra handbrögð frjótækna og öðlast réttindi til að starfa við kúasæðingar. Námið er einkum ætlað búfræðingum. Takmarkanir eru á fjölda þátttakenda.

Námið skiptist í tvennt, annars vegar bóklegt undirbúningsnámskeið og hins vegar verklega þjálfun sem Nautastöð BÍ sér um og er ekki hluti af þessu námskeiði. Bóklega námið er metið til 2 framhaldsskólaeininga (fein) og verklega námið 0,5 fein.

Bóklegur hluti námsins byggir að mestu á fyrirlestrum sérfræðinga á þáttum sem á einn eða annan hátt snúa að starfi og umhverfi frjótækna. Auk þess er gert ráð fyrir verklegum æfingum á líkani og líffærum og sýnikennslu í meðferð búnaðar til sæðinga.

Fjöldi sérfræðinga kemur að kennslu námsins og er hægt að nálgast allar upplýsingar um stundaskrá og námslýsingu á vef Endurmenntunar.

Vakin er athygli á að til að fá formlega vottun sem frjótæknir þarf að ljúka seinni hluta námsins sem er sérsniðin verkleg þjálfun hjá starfsfólki Nautastöðvar BÍ. Sú þjálfun býðst eingöngu þeim sem ráðin verða í laus störf við kúasæðingar.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image