Rektor LbhÍ boðar starfslok

Dr. Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), hefur óskað eftir lausn frá starfi sem rektor af persónulegum ástæðum, og hverfa aftur til prófessorstarfa innan skólans. Háskólaráð LbhÍ mun í kjölfarið undirbúa auglýsingu um ráðningu nýs rektors í samstarfi við menntamálaráðuneytið. Fram að því mun Björn gegna starfinu.

Björn hefur starfað sem rektor LbhÍ frá 1. ágúst 2014 þegar hann var settur í starfið með stuttum fyrirvara. Megin verkefni sem þá biðu voru að snúa við hallarekstri skólans sem var orðinn mjög skuldugur við ríkissjóð. Viðsnúningur í rekstri hefur skilað afgangi síðastliðin tvö ár og vel hefur gengið að niðurgreiða skuldir skólans við ríkissjóð. Þessi niðurstaða og ákvörðun alþingis í kjölfarið um afskriftir skulda munu ef allar áætlanir ganga eftir, skila skuldlausum skóla í árslok 2017. Það eru því bjartir tímar framundan hjá Landbúnaðarháskólanum og nýr rektor mun taka við góðu búi.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image