Randi Holaker hefur áralanga reynslu á öllum sviðum hestmennskunnar og brennur fyrir starfinu.

Randi Holaker nýr verkefnastjóri Reiðmannsins

Image
Randi Holaker hefur tekið við verkefnastjórnun Reiðmannsins á vegum Endurmenntunar LbhÍ

Randi Holaker hefur verið tímabundin ráðin sem verkefnastjóri hjá Endurmenntun LbhÍ og umsjónarmaður Reiðmannsins.

Randi er menntaður tamningarmaður og reiðkennari frá Háskólanum að Hólum og hefur stundað tamningar, þjálfun og reiðkennslu á Skáney í Borgarfirði ásamt eiginmanni sínum Hauki Bjarnasyni um árabil. Einnig er Randi gæðingadómari, hefur lokið fyrri hluta íþróttadómaranáms, knapamerkjadómari og með réttindi til og hefur tekið virkan þátt í að dæma gæðingafimi. Randi hefur komið að stundakennslu við LbhÍ t.d. í fortamningum og frumtamningum sem og verklegri kennslu í reiðmennsku

Reiðmaðurinn er nám ætlað fróðleiksfúsum hestamönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. Reiðmaðurinn var fyrst í boði 2008 og hafa hundruðir hestamanna sótt námið um allt land. Reiðmaðurinn á Facebook.

Randi tekur nú við keflinu af Hinriki Þór Sigurðssyni sem verið hefur umsjónamaður undanfarin misseri. Randi hefur brennandi áhuga fyrir kennslu og er spennt að takast á við að þróa Reiðmanninn áfram og byggja á því góða starfi sem unnið hefur verið með áframhaldandi góðu samstarfi við alla þá frábæru kennara og nemendur sem eru í Reiðmanninum.

Reiðmaðurinn er einstakt nám að því leiti að nemandanum er fylgt markvisst eftir yfir lengri tíma og hentar að sækja námið t.d. með annarri vinnu. Reiðmaðurinn hefur verið í boði um allt land og fjöldinn allur af nemendum klárað námið gegnum árið. Í náminu er stundað bæði bóklegt nám og sækir nemanddinn reglulegar verklegar vinnuhelgar ásamt því að vinn sjálfstætt þess á milli. Hóparnir mynda góð tengsl sín á milli og fylgjast jafnvel að eftir að námi lýkur.

Við bjóðum Randi hjartanlega velkomna til starfa.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image