Nýtt tæknisetur leggur áherslu á stuðning við uppbyggingu á landsbyggðinni.

Ragnheiður í stjórn Tækniseturs

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur skipað stjórn Tækniseturs og stendur undirbúningur fyrir stofnun þess yfir. Í stjórn sitja auk Ragnheiðar I. Þórarinsdóttur rektors Landbúnaðarháskóla Íslands, Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, fjárfestingastjóri hjá Brunni Ventures og frumkvöðull, stjórnarformaður, Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík og  Þór Sigfússon, stjórnarformaður Sjávarklasans. Varamenn eru þau Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir verkefnisstjóri á Vísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands og Alexander Jóhönnuson frumkvöðull.

Viljayfirlýsing um Tæknisetrið var undirrituð á vormánuðum milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Þar lýsa þessir aðilar yfir vilja sínum til að leggja þann búnað sem stofnanirnar eiga hlut í með forvera Tækniseturs, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, inn í Tæknisetur.

Starfsemin verður til húsa í Keldnaholti til að byrja með en stefnt er að því að flytja starfsemina í Vatnsmýrina innan tveggja ára og taka þannig þátt í uppbyggingu svæðisins sem kjarna vísinda- og nýsköpunarstarfs á Íslandi. Samþjöppun tengdrar starfsemi háskóla, frumkvöðlastarfsemi og atvinnulífs er þekkt víða um heim og er þá gjarnan vísir að enn frekara samstarfi. Aukin nálægð fyrirtækja og stofnana er til þess fallin að auka aðgengi og tengslamyndun með þekkingarsköpun og virðisauka að leiðarljósi. Segir í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

Markmið nýrra laga um opinberan stuðning við nýsköpun er að efla opinberan stuðning við nýsköpun á landinu með sveigjanlegu stuðningskerfi, sterkum tengslum við háskólasamfélag, atvinnulíf og hagaðila og áherslu á nýsköpun á landsbyggðinni. Það er afar ánægjulegt að taka þátt í þessu samstarfi, og sérlega ánægjulegt að sjá áhersluna sem lögð er á nýsköpun á landsbyggðinni, sem styður enn frekar við stefnu Landbúnaðarháskóla Íslands á þessu sviði. Í nýafstaðinni nýsköpunarviku hefur komið skýrt fram hversu frjór jarðvegur er fyrir frumkvöðlastarfsemi og nýjar hugmyndir sem snúa t.d. að landbúnaði, matvælaframleiðslu og tengdum greinum, og sem byggja á sjálfbærri nýtingu auðlinda landsins“ segir Ragnheiður I. Þórarinsdóttir.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image