Viltu læra hvernig ræktun jólatrjáa er undirbúin, hvaða tegundir henta miðað við aðstæður og hvernig haga skal umhirðu til að fá sem besta nýtingu? Endurmenntun LbhÍ býður upp á námskeið í ræktun jólatrjáa sem haldið er hjá LbhÍ á Reykjum í Öflusi föstudaginn 05.nóv. kl. 16-19 og laugardaginn 06. nóvember kl. 9-16. Á námskeiðinu munu reyndir skógræktarráðgjafar hjá Skógræktinni fjalla um þá reynslu sem orðin er til hér á landi í ræktun jólatrjáa og læra þátttakendur meðal annars hvaða trjátegundir er helst verið að rækta á Íslandi og hvernig best er staðið að umhirðu ræktunarinnar til að fá sem besta nýtingu. Námskeiðið er einingarbært nám á framhaldsskólastigi. Skráning og nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar LbhÍ.