Ráðstefna um kolefnisbindingu 5. desember

Ráðstefna um möguleika í kolefnisbindingu verður haldin í Bændahöllinni í Reykjavík þriðjudaginn 5. desember. Meðal annarra heldur írski sérfræðingurinn Eugene Hendrick erindi um aðgerðir sem Írar hafa ráðist í til þess að binda kolefni með breyttri landnotkun og aukinni skógrækt. Eugene hefur verið einn af aðal­samninga­mönnum Íra í samskiptum við ESB varðandi samninga um kolefnisbindingu með skóg­rækt.

Auður Magnúsdóttir, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, fjallar á ráðstefnunni um losun kolefnis frá mismunandi gerðum þurrlendis og Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjár­bænda, segir frá nýrri skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda frá sauðfjárbúum á Íslandi og aðgerðum sem sauð­fjár­bændur hyggjast fara í til þess að draga úr losun.

Þá segja þeir Jóhann Þórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins, og Arnór Snorrason, sérfræðingur á Mógilsá, frá möguleikum Íslands með kolefnisbindingu með landgræðslu og skógrækt. Að lokum gefst tími til fyrirspurna og umræðna.

Frétt og mynd tekin af vef Skógræktarinnar

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image