Ráðstefna norrænu smásjártæknisamtakanna haldin í júní

Norrænu smásjártæknisamtökin (SCANDEM) halda ársfund og ráðstefnu á Íslandi í júní. Samtökin voru stofnuð árið 1948 og hafa alla tíð síðan verið virk í að efla þekkingu á smásjártækni á Norðurlöndum, skipuleggja ráðstefnur, vinnustofur og námskeið. Ársfundur SCANDEM er jafnframt veglegasta ráðstefna félagsins og sækja hana að jafnaði allt að 200 gestir frá öllum Norðurlöndunum. Í ár er Háskóli Íslands gestgjafi ráðstefnunnar en hún er skipulögð í samstarfi við Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

SCANDEM 2017 mun beina sjónum að framförum í smásjártækni í lífvísindum, efnisvísindum og jarðvísindum. Jórunn Erla Eyfjörð, prófessor emeritus við læknadeild og Sigurður Reynir Gíslason, vísindamaður við Jarðvísindastofnun flytja opnunarfyrirlestra á ráðstefnunni. Auk þeirra munu 8 erlendir boðsfyrirlesarar flytja erindi um rannsóknir sínar.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnuna. Frestur til að skila inn ágripum er 24. mars 2017. Allar nánari upplýsingar má fá á vefsíðu ráðstefnunnar http://scandem2017.hi.is.

SCANDEM 2017,  Reykjavík, Iceland, 5th – 9th June 2017

SCANDEM 2017 - The 68th Annual Conference of the Nordic Microscopy Society – will be held in Reykjavík from Monday 5th to Thursday 9th June 2017 (see http://scandem2017.hi.is/). SCANDEM 2017 is hosted by the University of Iceland, organized jointly by the School of Engineering and Natural Sciences and the School of Health Sciences, in collaboration with the Innovation Center Iceland.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image