Út er komin bókin Plöntunæringar- og áburðarfræði eftir Friðrik Pálmar Pálmason. Friðrik er fæddur þann 16. apríl 1935 í Reykjavík. Hann er cand. agro. 1960 og lic. agro. 1965 frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn. Bókin kemur út á stafrænu formi og verður vistuð á heimasíðu LbhÍ. Friðrik kom fyrr á árinu með handritið á skrifstofur LbhÍ í Reykjavík og gaf það skólanum.
Friðrik var sérfræðingur við Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1967-77 og 1981-2005. Kennari við Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri 1965-66 og 1977-81, forstöðumaður Rannsóknastofu Bændaskólans á sama tíma. Kenndi plöntulífeðlisfræði við líffræðiskor verkfræði- og raunvísindadeildar HÍ 1967-76.
Friðrik var varaformaður Íslandsdeildar Norræna Búvísindafélagsins (Nordiske Jordbrugsforskeres Forening, NJF)1968-76. Fulltrúi Íslands í stjórn jarðvegsskorar NJF 1972-80. Form. Félags íslenskra náttúrufræðinga 1969-70.
Auk licentiatritgerðar um sextíu greinar og ritgerðir á fræðasviði höfundar Í ritnefnd Búnaðarblaðsins 1965-68 og Íslenskra landbúnaðarrannsókna 1969-73. Ritstjóri Búvísinda. Icelandic Agricultural Sciences 1988-2002.
Hægt er að nálgast bókina hér.