Páll Sigurðsson tekur við brautarstjórn í skógfræði. MYND/Linn Bergbran. Extrakt.se

Páll Sigurðsson nýr brautarstjóri í skógfræði

Páll Sigurðsson hefur tekið við brautarstjórn í BSc. skógfræði, en hann sinnir einnig rannsóknum í FutureArctic og ForHot-verkefnunum á Reykjum í Ölfusi. Aðal starfsstöð hans verður áfram þar með komu á starfsstöðina á  Hvanneyri reglulega. Páll hefur góða tengingu við Hvanneyri en einn langafi hans var við nám á Hvanneyri og annar var fjósameistari þar í kringum 1920, og bróðir hans brautskráist þaðan úr búvísindum fyrir örfáum árum svo Páli er hlýtt til staðarins og kem þangað með mikilli ánægju.

Páll býr í Sandvíkurhreppi í Flóanum og er með meistaragráðu og doktorspróf í skógfræði frá Háskólanum í Arkangelsk í Rússlandi, og er núna í doktorsnámi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Páll hef fjölbreytta starfsreynslu úr skógræktargeiranum hér heima bæði við plöntun, grisjun, úttektir, mælingar og rannsóknir. „Ég hlakka til að fá að leggja hönd á plóginn við að búa úr garði færa og vel menntaða skógfræðinga“ segir Páll.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image