Í aðdraganda fagfundar sauðfjárræktar er boðað til opins rafræns fundar um alþjóðlegar rannsóknir tengdar riðu og útrýmingu hennar á Íslandi. Fundurinn verður miðvikudaginn 6. apríl og hefst kl 13 og stendur til 15.30. Fyrirlestrar fara fram á ensku, en verða þýddir jafnóðum af Karolínu Elísabetardóttur. Þar tka erlendir sérfræðingar til máls og verður m.a. fjallað um fyrirliggjandi rannsóknir sem tengjast útrýmingu riðuveiki á Íslandi með ræktun þolnari stofna, sagt frá því hvernig mismunandi stofnar riðuveiki eru greindir og mælingar á þeirri vernd sem mismunandi arfgerðir veita.
Hér er tengill inn á fundinn: https://bit.ly/3u9BBNC
Nánari dagskrá: