Velkomin á opið hús á Hvanneyri og Keldnaholti

Landbúnaðarháskóli Íslands opnar dyrnar fyrir áhugasömum á Hvanneyri milli kl 14 og 17 og á Keldnaholti milli kl 16 og 17 miðvikudaginn 22. maí. Kynnið ykkur námsframboð og aðstöðu skólans ásamt því að boðið verður uppá fræðslu tengda lífræðilegri fjölbreytni.

Opið hús, námskynningar og fræðsla

Verið velkomin til okkar miðvikudaginn 22. maí. Við höfum opið hús á Hvanneyri og Keldnaholti og kynnum þar námsframboð okkar og aðstöðu. Starfsfólk verður á staðnum og svara spurningum ásamt því að hægt verður að fá fræðslu um lífrræðilegan fjölbreytileika og hjálpa okkur í áskorun um að skrásetja sem flestar tegundir á landssvæðum háskólans.

Opið hús á Hvanneyri

Á Hvanneyri er opið hús frá kl 14-17 í Ásgarði, aðalbyggingu Landbúnaðarháskólans. Þar er hægt að skoða aðstöðuna, fá upplýsingar um námsframboð okkar og spjalla við starfsfólk sem verður á staðnum og svarar spurningum um námið og lífið í skólanum. Hægt verður að fá upplýsingar um nemendagarðana og skoða. Viðburðarsíða. Hvanneyri er í klukkutíma aksturfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og um að gera að kíkja við. 

Opið hús á Keldnaholti - Skipulagsfræði

Á Keldnaholti, starfsstöð okkar í Reykjavík við Árleyni 22, kynnum við möguleika á meistaranámi í skipulagsfræði. Verið velkomin 22. maí milli kl 16-17 þar sem starfsfólk segir frá náminu og svarar spurningum ásamt því að hægt verður að skoða aðstöðuna og verkefni nemenda. Viðburðarsíða.

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni

Sama dag milli kl 14-17 höldum við uppá alþjóðlega Dag líffræðilegrar fjölbreytni og bjóðum gestum og gangandi uppá fræðslu og skemmtun því tengdu. Landbúnaðarháskólinn tekur þátt í alþjóðlegri áskorun sem kallast BioBlitz og er á vegum ICA, samtökum Evrópska háskóla á sviði lífvísinda. Með þessu viljum við vekja athygli á líffræðilegum fjölbreytileika og stuðla að aukinni náttúruupplifun fólks. Hentar fyrir fólk á öllum aldri. 

Við fáum einnig til okkar gesti frá Landi og Skógi sem verða með fræðslubása, starfsfólk háskólans tekur á móti sem og starfsfólk frá Hafrannsóknarstofnun sem býður fræðslugöngu kl 15. Umhverfisstofnun leggur til fræðslu ásamt því að hægt verður að hlaða niður smáforriti í símann sinn til að hjálpa okkur að skrásetja lífríkið á háskólasvæðinu. Viðburðarsíða

Öll velkomin!

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image