Opið er fyrir umsóknir í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. LbhÍ býður upp á spennandi nám sem tengist landbúnaði, náttúru og umhverfi. Viðfangsefni skólans er nýting, viðhald og verndun náttúrunnar.
LbhÍ rekur starfsstöðvar á þremur stöðum. Á Hvanneyri fer fram kennsla í grunnnámi háskólastigs sem og kennsla í búfræði. Á Reykjum við Hveragerði fer fram kennsla í fögum tengdum garðyrkju: garðyrkjuframleiðsla, skrúðgarðyrkja, blómaskreytingar og skógur og náttúra. Á Keldnaholti fer fram kennsla í skipulagsfræði á meistarastigi. Á Keldnaholti er jafnframt aðsetur rannsóknarsviðs LbhÍ.
Grunnnám:
Framhaldsnám:
Nám á starfsmenntasviði: