Ég heiti Yves Ritter og kem frá Frakklandi. Ég er eins og er á mínu fimmta ári í Sup’biotech sem er líftækniháskóli og er staðsettur í París. Ég er núna í 6 mánaða starfsnámi við LBHÍ hjá Jarðræktarmiðstöð skólans á Hvanneyri.
Ég ákvað að koma til Íslands áður er ég klára námið mitt til að öðlast rannsóknarreynslu á sviði jarðræktar og einnig til að kynnast aðstæðum í norrænu landi. Ég vildi koma hingað í LBHÍ því skólinn minn í París er með samstarfssamning hér einnig því það var draumur minn að ferðast til Íslands.
Hérna á Hvanneyri þá vinn ég í teyminu hans Hrannars tilraunastjóra við LBHÍ og er að rannsaka nakið bygg og fylgist með mismunandi yrkjum í stýrðu umhverfi eða gróðurhúsi. Markmiðið með þessari tilraun er að bera saman yrkin sem koma alls staðar af úr heiminum til að finna það eða þau yrki sem koma til með að standa sig best við íslenskar aðstæður. Þær breytur sem ég er að skoða eru vaxtarhraði, þroskatími og gæði kornanna.
Ég vil helst sérhæfa mig innan örverufræða, þá sérstaklega sjávarörverufræði, og skoða með tilliti til framleiðslu á lífrænu plastefni sem dæmi. Ég valdi að vinna að jarðrækt í mínu starfsnámi því ég hafði áður unnið í því umhverfi hjá Frönsku rannsóknarstofnuninni fyrir landbúnað, matvæli og umhverfi (INRAE) og vildi bera saman við aðstæður í norrænu landi eins og Ísland við Frakkland.
Í framtíðinni sé ég fyrir mér að halda áfram námi og stefni á doktorsnám í sjávarörverufræði. Draumur minn er að vinna við kennslu og rannsóknir í háskólaumhverfinu en fyrst vill ég öðlast sem mesta reynslu innan einkageirans og í nýsköpunarstarfsemi við framleiðslu og þróun lífefna úr sjávarlífverum og sjávarörverum.
Það sem kom mér mest á óvart við veruna hér á Hvanneyri er hve ósnert náttúra og lífríki er í kringum þorpið og sem fuglaáhugamaður hefur það veitt mér einstaka ánægju.
--
My name is Yves Ritter and I come from France. I’m currently in fifth year in Sup’biotech an engineering school in Biotechnology in Paris and having my 6 months internship in the Agricultural university of Iceland before graduating. I chose to come to Iceland to have an abroad research experience about agronomy and to have an experience in a Nordic country. I chose to come to this university because of the partnership between my school and the AUI and because Iceland was one of my dream destinations.
Here, I’m working on a project with Hrannar’s team about behavior of hull-less barley in a monitored environment (greenhouse). The aim of this research is to compare the performance of genotypes of hull-less barley from all other the world to determine the one that fits the most with the Icelandic environmental conditions. The parameters studied are the speed of growth, the amount of time required to mature, and the quality of the kernels produced.
At home I’m more specialized about biotechnology in general and I want to specialize myself about environmental microbiology and more precisely about marine microbiology to produce molecule of interest such as bioplastics. I chose to work on agronomy for this internship because I already worked about agronomy projects on my previous internships in the French National Research Institute for Agriculture, Food and Environment (INRAE) and I wanted to see how it is performed in a Nordic country such as Iceland.
For my personal career I would like to continue with a PhD in marine microbiology after graduating. My long-term goal is to be a teacher-researcher in a university but first I would like as much experience as possible in private company or start-ups to perform projects about production of molecules of interest using marine organisms.
The most surprising thing that happened to me so far in Hvanneyri is the fact that there is a lot of wildlife around the campus and as a birdwatcher, I’m fully pleased.