Garðyrkjuteymi Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri

Hluti hópsins á góðri stund í sumar. Nanna til vinstri þá Gabriel, Helga og Fabrizio

Öflugt teymi starfað á útisvæðum skólans á Hvanneyri í sumar

Í sumar hefur öflugt teymi starfað á útisvæðum skólans á Hvanneyri. Nanna Vilborg Harðardóttir umsjónamaður útisvæða hefur leitt vinnuna. Nanna er landslagsarkitekt og kláraði grunnnám við LBHÍ áður en hún hélt til Þýskalands í framhaldsnám. Í teymi hennar í sumar störfuðu Fabrizio Albion landslagsarkitekt, Gabriel Ravasz skógfræðingur ásamt Helgu Rán Sigurðardóttur og Ara Kristni Gunnarssyni nemum í landslagsarkitektúr auk Marinó Muggs Þorbjarnasonar náttúru- og umhverfisfræðings.

Gróðursetning sumarblóma í Frúargarðinum
Frá undirbúningi við gróðursetnignu og hirðingu útisvæða í sumar

 

Auk umsjónar með útisvæðum þá leiddu þau einnig vinnuskóla part úr sumri þar sem hópur ungmenna var við garðyrkjustörf. Þrátt fyrir rigningarsumar hefur umhirða útisvæða skólans verið til fyrirmyndar og vel haldið á spöðunum hvað skipulag varðar. Helstu daglegu verkefni eru umhirða og sláttur grænna svæða í þorpinu á Hvanneyri og hirðing við helstu sögufrægu byggingar staðarins. Þá einnig grisjun og hirðing trjáa sem og ræktun og plöntun sumarblóma og plantna á svæðinu.

Nanna Vilborg Harðardóttir umsjónamaður útisvæða segir leikskólabörnum frá Frúargarðinum en þau lögðu sitt af mörkum við fegrun garðsins fyrr í sumar.

 

Í sumar var lögð áhersla á Frúargarðinn svokallaða sem er einn af eldri skrúðgörðum landsins staðsettur við gamla Skólastjórahúsið. Þar var skemmtilegur viðburður sem börn af leikskóla staðarins tóku þátt í og lögðu sitt af mörkum við fegrun garðsins. Einnig tekið til hendinni í Skjólbeltunum þar sem íbúar og nemendur af öllum skólastigum á Hvanneyri hjálpuðu til og gerðu við eldstæði og svið, en það svæði er mikið notað af nemendum af öllum skólastigum á Hvanneyri allt árið um kring.

Nanna Vilborg Harðardóttir umsjónamaður útisvæða við grisjun fyrr í vor

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image