Nýtt rit LbhÍ: Ber í borginni

Út er komið nýt rit LbhÍ sem ber heitið Ber í borginni. Verkefnið Ber í borginni hófst árið 2013 þegar styrkur fékkst úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og miðar að því að nota íslenskar villijarðarberjaplöntur (Fragaria vesca) sem þekjuplöntu í beðum. Rannsóknir á villijarðarberjum hófust við Landbúnaðarháskóla Íslands snemma árið 2012 þegar hafist var handa við að safna villijarðarberjaplöntum umhverfis landið til rannsókna á erfðafjölbreytileika þeirra innan íslenska stofnsins. Með nýsköpunarsjóðsstyrknum hlaust einnig fé til þess að þróa og prófa tvær leiðir til fjölgunar á íslenskum villijarðarberjum. Niðurstöður fyrsta ársins voru gefnar út í lokaskýrslu til Nýsköpunarsjóðs námsmanna haustið 2013, en endanlegt mat á endingu plantnanna fór fram haustið 2016 og eru þær niðurstöður birtar í þessu riti. Höfundar eru Hrannar Smári Hilmarsson, Jón Hallsteinn Hallsson og Samson Bjarnar.

Fleiri rit LbhÍ má finna hér.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image