Nýtt rit LbhÍ: Áhrif LED lýsingar á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsasalats

Skýrslan Áhrif LED lýsingar á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsasalats að vetri er komin út. Rannsóknarverkefnið var unnið í samvinnu við garðyrkjuráðunauta Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og ylræktarbændur. Verkefnisstjóri var Christina Stadler.

Vetrarræktun í gróðurhúsum á Íslandi er alveg háð aukalýsingu. Viðbótarlýsing getur þá lengt uppskerutímann og komið í stað innflutnings að vetri til. En að hausti og vetri er erfitt að fá rauðan lit á rautt salat og því eru fullnægjandi leiðbeiningar vegna vetrarræktunar á salat ekki til og þarfnast frekari þróunar. Markmiðin voru að kanna vaxtarhraða, þróun og uppskeru af rauðu salati undir HPS lömpum í samanburði við LED lýsingu og prófa hver er lágmarkstími, sem rækta þarf undir LED ljósi og hvenær er best að lýsa, til að styrkja litun plantnanna og hvaða meðferð væri hagkvæm.

Tilraun með rautt salat (cv. Carmoli) var gerð veturinn 2014 í tilraunagróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum. Plöntur voru ræktaðar í NFT rennu undir topplýsingu frá háþrýsti-natríumlömpum (HPS) og / eða undir LED ljósi í 18 klst.

Ljósameðferð sem skilaði góðum rauðum lit á salati og góðri uppskeru var alltaf undir HPS og síðustu viku undir LED ljósum. Meiri rauður litur á salati var þegar LED ljós var notað í lokin en það borgar sig ekki að nota LED ljós á fyrri hluta vaxtartímabilsins, því að áhrif þess á salatið eyðast ef seinna er notað HPS ljós og rauði liturinn var jafnvel minni í samanburði við plöntur sem fengu bara HPS ljós. Tvöfalt fleiri kWh þurfti með eingöngu HPS ljós í samanburði við eingöngu LED ljós sem skilaði hæstu uppskeru en uppskera með eingöngu LED var um fjórðungi minni.

Meiri uppskera var í samhengi við aukna notkun kWh. En, vegna 50 % lægri orkunotkunar með eingöngu LED ljósum, var nýting kWh í uppskeru marktækt hærri borin saman við að nota eingöngu HPS ljós. Það myndi taka fjórum dögum lengur að fá sömu uppskeru í g með því að nota eingöngu LED ljós samanborið við að nota eingöngu HPS ljós. Þrátt fyrir að LED lýsing hafi í för með sér fjögurra daga lengra vaxtarskeið, auk a.m.k. einu vaxtarskeiði færra á ári, fékkst yfir 1.000 ISK/m2 meiri framlegð þegar allt árið er skoðað vegna lægri rafmagnskostnaður. Hins vegar eru þessar niðurstöður mjög háðar verði á LED ljósum og þarf því að dæma varlega.

Möguleikar til að minnka kostnað, aðrir en að lækka rafmagnskostnað eru ræddir. Frá gæða- og hagkvæmnisjónarmiði er mælt með því að nota LED ljós í lok vaxtatímabils til að auka rauða litinn í salatinu og draga úr orkunotkun. Lægri breytilegur framleiðslukostnaður með LED ljósum leiðir væntanlega til hærri framlegðar. Hins vegar þarf frekari tilraunir eins og að auka kraft í LED ljósum og auka hita í blöðum og rótum í sömu gildi eins og þegar ræktað er undir HPS ljósum. Það gæti jafnvel leitt til fleiri vænlegra niðurstaðna fyrir LED lýsingu og verður könnuð í framhaldinu.

Nákvæmari niðurstöður sem og nokkrar tillögur um sparnað er að finna í lokaskýrslunni. Skýrslan er nr. 61 í ritröðinni Rit LbhÍ. Sjá nánar hér.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image