Forsíða á skýrslu um verkefnið unnið af Ásu Katrínu Bjarnadóttur nema í LbhÍ

Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkir verkefni.

Mynd frá Akranesi. Gamli skrúðgarðurinn í forgrunni og í bakgrunni sjást sementsturnarnir.
Götuhorn á Akranesi. Mynd úr skýrslunni.

Aðlaðandi bæir - umhverfisvæn endurnýjun og samkeppnishæfni í norrænum þéttbýlum. Bæir sem veita fólki góð lífsskilyrði

Síðast liðið sumar fékk umhverfisskipulagsbraut LbhÍ í samvinnu við Akraneskaupstað fimm mánað styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til tveggja nema til að vinna að verkefninu „Aðlaðandi bæir - umhverfisvæn endurnýjun og samkeppnishæfni í norrænum þéttbýlum. Bæir sem veita fólki góð lífsskilyrði“.Skilað var tveimur verkefnum og er hér „Akratorgs – og miðbæjarreitur – gæði og notkun“ var unnið af Ásu Katrínu Bjarnadóttur 2. árs nema í umhverfisskipulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Það er rannsókn á tveimur ólíkum svæðum á Akranesi; Akratorgsreit og Miðbæjarreit. Umsjónarmenn voru: Helena Guttormsdóttir, lektor LbhÍ og Sindri Birgisson, skipulagsfræðingur og umhverfisstjóri Akraneskaupstaðar.

Úrdráttur úr verkefninu. 

Margir litlir og meðalstórir bæir á Íslandi standa frammi fyrir svipuðum vandamálum. Miðbæjarsvæði er illa skilgreint, íbúar keyra úr bæjunum til að sækja vinnu og mannlíf og innviði þarf að styrkja. Þetta er kjarni verkefnanna. Rýnt er í þá möguleika sem gamla miðbæjarsvæðið á Akranesi hefur til umhverfisvænnar endurnýjunar. Nýsköpunarverkefnið er hluti af stærra verkefni sem Akraneskaupstaður og Umhverfisskipulagsbraut LbhÍ taka nú þátt í á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar til að vinna með og varpa ljósi á sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna og gæði meðalstórra bæja á Norðurlöndum.


 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image