Nýr vefur tileinkaður kornrannsóknum á Íslandi

Verkefnavefurinn korn.is er nýr vefur sem haldið er út af Jarðræktarrannsóknum Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Þar verður fjallað um kornverkefni sem í gangi eru við LbhÍ en einnig verður þar að finna upplýsingar um allar korntegundir sem er í tilraunum LbhÍ, með megin áherslu á bygg. Á vefnum verður líka að finna útgefið efni um kornrækt hérlendis. Vefurinn verður uppfærður jafnóðum og niðurstöður úr verkefnum berast.

Áhugasamir er hvattir til að kynna sér vefinn og efni hans. Jarðræktarræktarrannsóknir LbhÍ eru með Facebbok síðu sem áhugasamir eru einnig hvattir til að líka við.

Athygli er vakin á kornræktarfundi sem fram fer þann 26. mars nk. en fundurinn er hugsaður sem bændafundur. LbhÍ og RML standa saman að þeim fundi. Sjá viðburð á Facebook.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image