Nýr mannauðsstjóri LbhÍ

Arna Garðarsdóttir er nýr mannauðsstjóri Landbúnaðarháskóla Íslands. Arna er í hlutastarfi og mun starfa á öllum starfsstöðvum LbhÍ. Arna er með kennarapróf og próf í náms- og starfsráðgjöf frá HÍ. Hún lærði Human resource management í University of Washington í Seattle. Arna hefur frá árinu 2001 unnið fyrir Actavis, CCP og Marel, ýmist sem sérfræðingur í mannauðsmálum eða mannauðsstjóri.

Arna er uppalinn á Eskifirði og segist hafa unnið allflest störf sem tengjast sjómennsku og fiskvinnslu auk starfa í ferðamannaiðnaðinum. Starfsmenn LbhÍ bjóða Örnu velkomna til starfa.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image