Nýr lektor og brautarstjóri í búvísindum. Mynd samsett.

Anna Guðrún Þórðardóttir t.v., nýr aðjúnkt og brautarstjóri í búvísindum og Jóhanna Gísladóttir lektor í búvísindum. Mynd samsett.

Nýr lektor og brautarstjóri í búvísindum

Nú í ágúst var ráðið í tvær stöður í fagdeild Ræktunar & Fæðu í búvísindum, annars vegar aðjúnkt og brautarstjóri og hinsvegar lektor.

Anna Guðrún Þórðardóttir hefur verið ráðin tímabundið í stöðu aðjúnkts og brautarstjóra í búvísindum. Anna Guðrún lauk meistaranámi í búvísindum frá LbhÍ, með áherslu á kynbótafræði sl. vor. Meistaraverkefni hennar ber titilinn „Erfðastuðlar júgur- og spenaeiginleika íslenska kúastofnsins“ og var unnið í samstarfi við háskólann í Árhúsum þar sem Anna Guðrún stundaði skiptinám.

Jóhanna Gísladóttir hefur verið ráðin í stöðu lektors í búvísindum. Jóhanna er með doktorsgráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands og Stokkhólmsháskóla. Jóhanna hefur sinnt starfi umhverfisstjóra LbhÍ frá upphafi árs 2022 auk þess sem hún hefur komið að kennslu hjá LbhÍ sem og í umhverfis- og auðlindafræði hjá HÍ ásamt því að leiðbeina í lokaverkefnum.

Við bjóðum þær innilega velkomnar.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image