Nemendur á garðyrkjubrautum LbhÍ eftir góðan dag í Múlakoti

Nýnemaferð garðykjudeilda Lbhí og upphaf annar á Reykjum

Starfsmenn og kennarar garðyrkjudeilda LbhÍ í Múlakoti
Starfsemin í Múlakoti skoðuð
Guðríður Helgadóttir býður nemendur í garðyrkjudeildum velkomna á Reykjum
Hjónin í Múlakoti tóku vel á móti hópnum

Fyrsti dagur nemenda garðyrkjubrauta við LbhÍ var 27.ágúst og að venju var farið með nemendur í dagsferð til að hrista hópinn saman.  Ferðinni var heitið í Múlakot en þar hefur skólinn komið að endurbyggingu gamla garðsins en hann, ásamt húsakosti í Múlakoti, hefur verið friðaður og kominn inn í sjálfseignarstofnun.  Garðyrkjunemendur tóku til hendinni, hellulögðu, lögðu torf og bjuggu til blómabeð undir dyggri stjórn húsráðenda, þeirra Sigríðar Hjartar og Stefáns Guðbergssonar. Veðrið lék við nemendur og starfsmenn þrátt fyrir hörmulega veðurspá.  Heimamenn í Fljótshlíð buðu upp á ljúffenga grænmetissúpu í hádeginu og var það vel þegið.  Eftir heimsóknina í Múlakot var komið við á Tumastöðum þar sem Hrafn Óskarsson tók á móti hópnum og sagði frá starfseminni þar.

Á þriðjudeginum hófst svo kennsla á Reykjum þar sem farið var yfir tæknileg mál og starf vertrarins kynnt.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image