31 nemandi hóf nám í búfræði í vikunni. Þetta er fyrsti hópurinn sem fær kennslu samkvæmt nýrri námskrá en hún hefur tekið töluverðum breytingum. Kennt er á stuttönnum, sjö vikur í senn, og hefur valáföngum verið fjölgað auk þess sem verkleg kennsla hefur fengið meira vægi innan hvers áfanga.
Nemendurnir koma hvaðanæva af landinu og fyrsta deginum er varið í kynningu á skólanum og nánasta umhverfi.
Helmingur hópsins stillti sér upp við Gamla skóla fyrir myndatöku
Nemendur stilltu sér upp hjá Landbúnaðarsafninu í gönguferð um svæðið
Á efstu myndinni er Haukur Þórðarson að segja þeim frá kennslu í bútæknihúsi