Nýjar höfuðstöðvar Náttúrufræðistofnunar verða á Akranesi samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Ráðherra undirritaði í dag viljayfirlýsingu við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) um að styðja við uppbyggingu starfsstöðva Náttúrufræðistofnunar og fleiri opinberra stofnana ráðuneytisins á Vesturlandi.
Viljayfirlýsingin sem undirrituð var í dag er ætlað færa ný og laus störf stofnunarinnar á Vesturland, en í ályktun sem samþykkt var á Haustþingi Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi 2024 var skorað á ríkisstjórnina að fjölga opinberum störfum á Vesturlandi.
Einnig kemur fram í yfirlýsingunni að hluti starfsstöðva sem heyrir undir ráðuneytið og stofnanir þess verði í húsnæði Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Verður það útfært í samvinnu við stjórnendur viðkomandi stofnana. Verður verkefnið unnið í samvinnu við önnur ráðuneyti, Framkvæmdasýslu – Ríkiseignir, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Borgarbyggð. Á Hvanneyri eru mikil tækifæri til samstarfs og samvinnu Landbúnaðarháskólans og Náttúrufræðistofnunar á fjölbreyttum sviðum rannsókna og vöktunar náttúrunnar. Auk þess er Hvanneyri og náttúran umhverfis friðlýst svæði og einnig svokallað Ramsar-svæði, sem þýðir að öll nýting á svæðinu skal vera með sjálfbærum hætti með sérstaka áherslu á vernd votlendis og lífsvæði fyrir fugla á lands- og heimsvísu.