Í vísindagreininni er leitast við að finna erfðaþætti sem stýrt geta aðlögun byggs að norðurslóðum.

Ný grein um aðlögun byggs að norðurslóðum

Tveir starfsmenn Landbúnaðarháskóla Íslands, þeir Magnus Göransson og Dr Jón Hallsteinn Hallsson, ásamt teymi vísindafólks frá Norðurlöndunum, birtu nýverið grein í tímaritinu Frontiers in Plant Science þar sem borið er kennsl á áður óþekktar samsætur sem mikilvægar eru fyrir aðlögun byggs að íslenskum aðstæðum. Í greininni er líst tilraunum sem fram fóru átta stöðum á Norðurlöndunum og í Þýskalandi með það fyrir augum að finna erfðaþætti sem stýrt geta aðlögun byggs að norðurslóðum.

Á meðal helstu niðurstaðna var að fjölmörg erfðamörk tengjast blómgun í byggi en þar komu þó fram þrjú erfðamörk sem hafa afgerandi áhrif á þroskun byggs að teknu tilliti til hitasummu vaxtartímabilsins. Frekari rannsókna er þörf til að bera kennsl á þau gen sem stýra þessum áhrifum en fram að því má nýta erfðamörkin til að flýta aðlögun yrkja að íslenskum aðstæðum. Rannsóknirnar voru fjármagnaðar með styrk frá Norrænu ráðherranefndinni (No. PPP_02) og með framlögum frá norrænum kynbótafyrirtækjum.

Greinina, sem birt er í opnum aðgangi, má nálgast hér

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image