Ný grein er komin út í alþjóðleg vísindaritsins Icelandic Agricultural Sciences. Þetta er stuttgrein og á íslensku mundi hún nefnast „Möguleg áhrif útbreiðslu lúpínu á samfélög frjóbera á Íslandi“. Höfundar eru Jonathan Willow, Mariana Tamayo og Magnús H. Jóhannsson.
Athugunin var gerð í Heiðmörk sumarið 2015 á svæði sem einkennist af mósaík af innlendu skóglendi, mólendi og þéttum lúpínubreiðum. Frjóberandi skordýr sem sáust voru m.a. af hunangsfluguætt, hármýsætt, svarmfluguætt, húsafluguætt, sveifflugur (randaflugur) og bjöllur. Rannsóknin leiddi í ljós að marktækt fleiri einstaklingar af þessum sex algengustu ættum frjóberandi skordýra fundust á innlendum gróðri en í lúpínubreiðunum í Heiðmörk. Þetta er einföld athugun en höfundar álykta að lúpínan bjóði upp á verra búsvæði fyrir frjóberandi skordýr í íslenskri náttúru en innlendu gróðurhverfin.