Norrænir rektorar funda í Brussel

Rektorar norrænu háskólanna stilla sér upp í tilefni sameiginlegs fundar í Brussel

Norrænir rektorar funda í Brussel

Hátt í 70 rektorar háskóla á Norðulöndunum funduðu saman í Brussel í dag og í gær um mikilvægi háskólastarfs í stefnumótun innan Evrópusambandsins. Talað var um að velgengni sambandsins byggist að miklu leyti á getu þess til að skipa sér í fremstu röð á heimsvísu í rannsóknum, nýsköpun og menntun. Til að ná þessari stöðu þarf sterka evrópska rammaáætlun fyrir rannsóknir og nýsköpun ásamt því að leggja áherslu á akademískt frelsi og stuðning við alþjóðlegt samstarf og stefnumótun með vísindin að leiðarljósi. Stefna ESB í rannsóknum, nýsköpun og menntun þjónar sem lykilleiðir til að ná þessum markmiðum. Í samvinnu við ESB gegna háskólar mikilvægu hlutverki við að sinna þessu verkefni.

Þá segir Sunniva Whittaker forstöðumaður norrænu rektoranefndarinnar að „þessir tveir dagar hafa veitt norrænum rektorum dýrmæta innsýn í stefnumótun ESB á sviðum sem eru nauðsynleg fyrir stofnanir okkar, auk þess að gefa okkur tækifæri til að deila skoðunum okkar bæði með embættismönnum ESB og stjórnmálamönnum.“

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image