Norðurslóðarannsóknir á Arctic Circle

Þátttakendur í málstofunni Preserving the Arctic: challenges ahead sem vísar til þeirra áskoranna sem blasa við okkur í varðveiðslu norðurheimskautsins. Á myndina vantar Pavla Dagsson-Waldhauserová.

Norðurslóðarannsóknir á Arctic Circle

Á Arctic Circle fjallaði vísindafólk okkar m.a. um ný-uppgötvaða umhverfisþætti á norðurslóðum og áhrif þeirra á loftslag.
Landbúnaðarháskóli Íslands, ásamt tékkneska sendiráðinu í Osló, Rykrannsóknafélagi Íslands (RykÍS), netverki Háskóla norðurslóða (University of the Arctic) um háloftaryk og samtökum evrópskra landbúnaðar- og lífvísindaháskóla (ICA), hafði umsjón með málstofu á Hringborði norðurslóðanna sem fram fór nýverið í Hörpu í Reykjavík.
 
Pavla Dagsson-Waldhauserová, lektor flytur erindi sitt.
 
Málstofan bar heitið Preserving the Arctic: challenges ahead og vísar til þeirra áskoranna sem blasa við okkur í varðveiðslu norðurheimskautsins. Rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Ragnheiður Þórarinsdóttir og Pavla Dagsson-Waldhauserová, lektor við háskólann, voru með erindi og snéri erindi Ragnheiðar að því hvernig við getum varðveitt norðurskautið með sterkum nærsamfélögum. Erindi Pövlu, sem einnig er forseti Rykrannsóknafélags Íslands, fjallar um ný-uppgötvaða umhverfisþætti á norðurslóðum og hvort og þá hvaða áhrif þeir hafa á loftslag.
 
 
Isabel C Barrio prófessor og Mariana García Criado nýdoktor flytja erindi um breytingar á plöntuvistkerfum í sí hlýnandi loftslagi norðurslóða.
 
Þá heldu Isabel C Barrio prófessor og Mariana García Criado nýdoktor við Háskólann í Edinborg erindi á málstofu um rannsóknasamstarf Íslands og Englands um norðurslóðafræði. Erindi þeirra hét Plant Borealization Across a Rapidly Warming Arctic og þar er verið að skoða plöntusamfélög í tundru vistkerfi og áhrif loftslagsbreytinga á þau. Þá er sjónum einnig beint að breytingum í barrskógum (e. boreal forest) sem færa sig norðar í túndruna og kallast það ferli borealization á ensku. Meðal þess sem hefur verið að koma í ljós er að breytingar í plöntusamfélögunum eru útbreiddar en aðalega drifnar af tegundum sem nú þegar finnast á norðurslóðum en ekki svo mikið af nýjum tegundum plantna sem koma úr barrskógum e.boreal forest. Verkefnið var styrkt af UK-Iceland Arctic Science Partnership Scheme. 
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image