Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og kona hans Eliza Reid buðu til síðdegisboðs á Bessastöðum til heiðurs háskólasamfélaginu á fullveldisdaginn 1.desember. Fulltrúar nemendafélags LbhÍ og makar sóttu viðburðinn ásamt Birni Þorsteinssyni, rektor LbhÍ, Auði Magnúsdóttur, deildarstjóra Auðlinda- og umhverfisdeildar, og Hafdísi Hönnu Ægisdóttur, forstöðumanni Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
Þuríður Lillý Sigurðardóttur, formaður NLbhÍ, sagði nemendur LbhÍ hafa spjallað við Guðna og hvatt hann til að hefja aftur búskap á Bessastöðum og að nemendur Landbúnaðarháskólans væru svo sannarlega tilbúnir að leggja fram alla þá aðstoð sem hann teldi sig þurfa. Þuríður sagði að Guðni teldi sig nú þegar hálfgerðan bónda þar sem stórt æðarvarp er á Bessastöðum.
Margt fólk úr háskólasamfélaginu var þarna samankominn og segir Þuríður að forsetinn hafi verið höfðingi heim að sækja.