Skýrsla um náttúrumiðaðar lausnir á Íslandi

Náttúrumiðaðar lausnir á Íslandi

Nýverið hafa náttúrumiðaðar lausnir sem hugtak verið að ryðja sér til rúms hér á landi, bæði í samskiptum stjórnvalda og í háskólasamfélaginu. Haldnar hafa verið vinnustofur þar sem iðkendum frá Íslandi og erlendis hafa verið safnað saman til að ræða möguleika náttúrumiðaðra lausna fyrir íslenskt vistkerfi og samfélag.  
Það má gera ráð fyrir töluverðri uppsveiflu á hugtakinu á næstunni, hugsanlegri aukningu á fjármögnun verkefna með náttúrumiðaðar lausnir að leiðarljósi og auknum áhuga sveitarfélaga og annara aðila á að hrinda slíkum verkefnum í framkvæmd.
Vísindarleg þekking mun gegna mikilvægu hlutverki við að sýna og fylla upp í núverandi þekkingareyður náttúrumiðaðra lausna. Þá skortir nákvæma hakvæmnisgreiningu í mörgum verkefnum, bæði á Íslandi og á Norðurlöndunum og því er erfitt að spá fyrir um efnahagslegan ávinning fyrirfram. Að auki taka náttúrumiðaðar lausnir tíma og það tekur mörg ár til að sýna langtímaáhrif þeirra.
Í skýrslu um málið sem gefin hefur verið út í Ritröð LBHÍ er því lýst að engar reglugerðir finnast á Íslandi um innleiðingu á náttúrumiðuðum lausnum og ekki eru til neinar viðmiðunarreglur frá stjórnsýslu um það hvernig ætti að nálgast þær. Bregðast við þessum skorti á viðmiðunarreglum í náinni framtíð þar sem kostir náttúrumiðaðra lausna verða meira og meira ræddir og áhuginn á notkun þeirra eykst. Þá er talið mikilvægt að almenningur taki þátt í langtíma innleiðingu á náttúrumiðuðum lausnum í ýmsum vistkerfum. Skýrslan heitir „State of the art of Nature-based Solutions in Iceland“ eftir Samaneh S.Nickayin, Maria Wilke og Rúnu Þrastardóttur. Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.
Hugtakið „náttúrumiðaðar lausnir“ (nature-based-solutions á ensku) er tiltölulega nýtt á nálinni hér á Íslandi. Vegna þessa skilaði heimildarvinna skýrsluhöfunda sér í fáum beinum niðurstöðum þegar þetta hugtak var notað, bæði þegar það var notað á íslensku og ensku. Hins vegar hafa náttúrumiðaðar lausnir verið notaðar á einn eða annan hátt í áratugi á Íslandi, t.d. í landbúnaði, endurheimt votlendis og í skógrækt. Hér áður fyrr voru slík verkefni oft kölluð blágrænar lausnir eða verndaraðgerðir á Íslandi.
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image