Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskólans virðir fyrir sér haug þar sem verið er að gera til viðarkola. Ljósmynd Ása Aradóttir

Námskeið á vegum Landgræðsluskólans í Úganda

Ása L. Aradóttir frá LbhÍ og Gerard Elu frá Makarere háskóla útskýra hugtakið vistheimt fyrir þátttakendum á námskeiðinu. Ljósmynd Hafdís Hanna
Skógareyðing er alvarlegt vandamál í Úganda en einnig er algengt að náttúrulegir skógar séu ruddir til að gróðursetja þar innfluttar trjátegundir. Ljósmynd Ása Aradóttir
Jóhann Þórsson og Bryndís Marteinsdóttir, starfsmenn Landgræðslunnar leiðbeina um notkun á einföldum aðferðum við að meta ástand land. Ljósmynd Ása Aradóttir
Jóhann Þórsson og Bryndís Marteinsdóttir, starfsmenn Landgræðslunnar leiðbeina um notkun á einföldum aðferðum við að meta ástand land. Ljósmynd Ása Aradóttir

Starfsmenn frá LbhÍ og Landgræðslunni eru þessa dagana staddir í Masindi, Úganda við kennslu á námskeiði er kallast Sjálfbær landnýting, vistheimt og tengsl við loftslagsbreytingar. Námskeiðið er haldið á vegum Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við umhverfisstofnun Úganda (National Environment Management Authority) og Makerere háskóla. Þátttakendur á námskeiðinu eru umhverfisfulltrúar frá héruðum í vesturhluta Úganda og voru þeir 25 umhverfisfulltrúar sem sitja námskeiðið núna valdir úr stórum hópi umsækjenda.

Þetta er í annað námskeiðið um þetta efni sem Landgræðsluskólinn heldur í Úganda. Það stendur yfir í átta daga og er blanda af fræðilegum fyrirlestrum, umræðum þar sem umhverfisfulltrúarnir deila sinni reynslu, verkefnavinnu og útikennslu.

Þrátt fyrir ólíkt loftslag og umhverfi í vesturhluta Úganda og Íslandi eiga löndin margt sameiginlegt þegar kemur að vandamálum í sambandi við landhnignun. Að sama skapi getum við lært mikið af hvert öðru um hvernig best er að koma í veg fyrir frekari hnignun sem og í aðferðum við endurheimt vistkerfa.

Hafdís Hanna fræðist um vandamál vegna ósjálfbærrar landnýtingar frá James Bond Kunobere landnýtingarsérfræðingi.

Mynd: Hafdís Hanna fræðist um vandamál vegna ósjálfbærrar landnýtingar frá James Bond Kunobere landnýtingarsérfræðingi. Ljósmynd Jóhann Þórsson

Moses skógaeftirlitsmaður (í rauðum bol) segir frá starfi sínu við að vernda skóga fyrir ólöglegri nýtingu. Kennarar og aðrir aðstandendur námskeiðsins fylgjast áhugasamir með.

Mynd: Moses skógaeftirlitsmaður (í rauðum bol) segir frá starfi sínu við að vernda skóga fyrir ólöglegri nýtingu. Kennarar og aðrir aðstandendur námskeiðsins fylgjast áhugasamir með. Ljósmynd Ása Aradóttir

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image