Meistaranemar í skipulagsfræðum fóru á dögunum í námsferð og heimsóttu Portland, Oregon, Seattle, Washington og Vancouver, BC, Canada
Nemendur munu kynna verkefni sem þeir unnu í ferðinni á þriðjudaginn 31. maí. kl. 12:00 á Keldnaholti. Allir velkomnir.
Nemendur fengu góðar móttökur á öllum stöðum og hittu lykilaðila í skipulagsmálum svæðanna. Nemendur fengu fyrirlestra um það helsta sem er á döfinni í skipulagsmálum í þessum þremur borgum. Jafnframt skoðuðu þau áhugaverð svæði sem voru í uppbyggingu eða nýlega uppbyggð. Nemendur hittu borgarstjórann í Portland og sátu fund með METROVancouver (svæðisskipulag borgarinnar en að því koma 23 sveitarfélög), heimsóttu University of Washington, Seattle og Puget Sound Regional Council (Svæðiskipulag Seattle svæðisins (http://www.psrc.org/) og fengu kynningun á verkefnum skipulagsdeildar City of Seattle. Loks má nefna að þau heimsóttu City Council í Seattle og þar var Dr. Sigríði Kristjánsdóttur boðið að segja nokkur orð sem sjá má á fréttasíðunni Seattle Channel.
í ferðinni unnu nemendur verkefni og kynntu sér m.a. stjórnsýslu og íbúðalýðræði, vaxtarmörk (growth bounderies), Samgöngur (transportation) og grænt skipulag og grænar hönnunarlausnir
Áfangastaðir námsferðarinnar
Capilano Suspension Bridge
Portland
Hópurinn ásamt borgarstjóra Portland, Oregon
Myndirnar tók Ragnar Björgvinsson.