Dr. Ólafur Gestur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, hlaut í dag Viðurkenningu Hagþenkis 2023 fyrir bókina Mold ert þú – Jarðvegur og íslensk náttúra sem Iðnú gefur út. Alls voru 10 bækur tilnefndar en Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings og er það viðurkenningarráð Hagþenkis, skipað fimm félagsmönnum, sem stendur að valinu.
Við óskum Ólafi innilega til hamingju með þessa stórglæsilegu viðurkenningu.