Möguleikar á landvarðaréttindum að loknu BS námi í Náttúru- og umhverfisfræði

Möguleikar á landvarðaréttindum að loknu BS námi í Náttúru- og umhverfisfræði

Undirritaður hefur verið samningur milli Landbúnaðarháskóla Íslands og Umhverfisstofnunar um að nemendur sem ljúka námi í Náttúru- og umhverfisfræði hjá LBHÍ geti geti fengið landvarðarréttindi að námi loknu.

Markmið samstarfsins er að efla nám í landvörslu með því að styrkja samstarf Umhverfisstofnunar og LBHÍ með það fyrir augum að nýta sem best sérþekkingu og aðstöðu sem samningsaðilar búa yfir. 

Þeir nemendur sem ljúka BS prófi í Náttúru- og umhverfisfræði og hafa jafnframt lokið námskeiðunum Náttúruvernd og túlkun og Landvarsla og öryggi á náttúruverndarsvæðum geta óskað eftir staðfestingu frá Umhverfisstofnunar um að geta kallað sig landverði og tekið að sér störf sem slíkir.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image