Metaðsókn skiptinema í haust við Landbúnaðarháskóla Íslands

Christian Schultze rannsókna- og alþjóðafulltrúi spjallar við hóp nemenda í alþjóðakaffi á Hvanneyri

Metaðsókn skiptinema í haust

Nú á haustönn hefur verið skráður metfjöldi skiptinema sem kemur til okkar á Hvanneyri. Skiptinemarnir koma og búa á nemendagörðunum á Hvanneyri og stunda þar nám sitt. Nemendurnir koma frá samstarfsháskólum okkar í Svíþjóð, Finnlandi, Frakklandi, Tjékklandi, Þýskalandi, Austurríki og Hollandi. Þau stunda nám á mismunandi sviðum eins og landbúnaðarvísindi, skógfræði, lífvísindi, umhverfisvísindi, náttúruvernd og landslagsarkitektúr.

Á síðustu árum hefur áhugi skiptinema aukist til muna á að koma til okkar á Hvanneyri í gegnum Erasmus+ og nýta þannig frábæra aðstöðu og umhverfi til náms á Hvanneyri. Christian Schultze alþjóðafulltrúi segir: „Skiptinemarnir njóta þess sérstaklega að koma og búa í litlu háskólaþorpi í allri þeirri náttúrufegurð sem Hvanneyri hefur uppá að bjóða. Við fáum mjög góðar umsagnir frá nemendum sem hafa verið hér og erum afar stollt af því að sjá hversu vinsælt skiptinámið hjá okkur er. Í umsögnum sínum um dvölina nefna þau meða annars að „aðstaðan til náms sé frábær og andrúmsloftið einstakt“. Christian nefnir einnig „að auki njóta staðarnemar okkar góðs af kynnum við skiptinemana sem koma oft úr virtustu háskólum Evrópu, skiptinemarnir deila með okkar nemendum og kennurum reynslu sinni úr sínu námsumhverfi og námsleiðum sem eflir okkar nám“.

Efling alþjóðastarfs

Christian segir að Landbúnaðarháskóli Íslands sé orðinn að alþjóðlegum miðpunkti á síðustu árum. Að auki við skiptinemana þá er einnig aukning í að alþjóðlegir nemendur komi og hefji sitt nám á Hvanneyri á meistarastigi þar sem við bjóðum nú tvær alþjóðlegar námsleiðir og svo er stækkandi hópur doktorsnemar við skólann sem og starfsfólk frá ýmsum löndum sem starfar við skólann. Þannig að hjá okkur við Landbúnaðarháskólann vinna 23 aðilar frá 18 mismunandi löndum. Þá er Landbúnaðarháskólinn aðili að Evrópska háskólanetinu UNIgreen ásamt 7 öðrum háskólum sem nú þegar hefur skilað sér í eflingu starfseminnar. Það verður því spennandi að hefja nýtt skólaár í haust og ennþá getum við bætt við í nám hjá okkur á sviðum skipta máli í framtíðinni. Skoða námsframboð.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image