Meistaravörn: Myrra Ösp Gísladóttir

Miðvikudaginn 7. október nk. ver Myrra Ösp Gísladóttir meistararitgerð sína, Mat á gæðum aðalskipulagsáætlana -  notagildi gátlista við aðalskipulagsgerð, við umhverfisdeild LbhÍ. Leiðbeinendur eru  Dr. Sigríður Kristjánsdóttir og Hjalti Steinþórsson hrl. Prófdómari er Bjarni Reynarsson. Athöfnin fer fram á Keldnaholti í Reykjavík og hefst kl 15.00. Allir velkomnir.

 

Háskóli Íslands

 

Um verkefni Myrru:

Fyrstu skipulagslögin tóku gildi árið 1921 og voru þá aðeins kauptún og sjávarþorp, sem höfðu lágmarksfjölda íbúa upp á 500, skipulagsskyld. Skipulagsskylda tók þónokkrum breytingum eftir því sem á leið og samkvæmt núgildandi skipulagslögum nr.123/2010 segir að skipulagsskylda nái til alls lands og hafs innan marka sveitarfélaga og að sveitarfélög skuli á hverjum tíma hafa í gildi aðalskipulag.

Markmiðið með verkefninu var að varpa ljósi á styrkleika og veikleika íslenskrar aðalskipulagsgerðar með því að nota gátlista við yfirferð 13 aðalskipulagsáætlana og komast að því hvert notagildi slíks gátlista er í íslensku skipulagskerfi. Auk þess sem þróun aðalskipulags var skoðuð út frá lagalegu samhengi.

Árið 2003 gaf Skipulagsstofnun út ítarlegt leiðbeiningarit sem ber heitið Leiðbeiningar um gerð aðalskipulags – ferli og aðferðir. Tilgangurinn með útgáfu þess var að gera grein fyrir ákvæðum, þágildandi, skipulags- og byggingarlaga og skipulagsreglugerðar um aðalskipulagsgerð og þar með leiðbeina sveitarfélögum eða öðrum þeim er vinna að aðalskipulagsgerð um útfærslu þess. Þetta leiðbeiningarit er í dag úrelt og því tímabært að koma nýjum og bættum leiðbeiningum, um aðalskipulagsgerð, í hendur sveitarstjórna.

Niðurstöður verkefnisins sýndu að notkun gátlistans hefur þann möguleika, að auka gæði aðalskipulagsáætlana, hann sýndi fram á hverjir styrkleikar og veikleikar íslenskra aðalskipulagsáætlana eru út frá kröfum gátlistans, auk þess að í ljós kom að hann á vel við íslenskar aðstæður. Niðurstöður sýndu það einnig, að þær breytingar sem hafa átt sér stað í íslenskum skipulagslögum hafa haft jákvæð áhrif á gæði aðalskipulagsáætlana, út frá kröfum gátlistans. Gátlistann er bæði hægt að hafa til hliðsjónar á meðan á aðalskipulagsvinnunni stendur og einnig í lokin til að yfirfara það sem er komið og fá á hreint hvort það er eitthvað sem þurfi að bæta.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image