Margrét Lilja Margeirsdóttir ver meistararitgerð sína í skipulagsfræðum "Hafnir á Suðurnesjum. Grunnur að skipulagstillögu" við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands
Margrét Lilja Margeirsdóttir ver meistararitgerð sína í skipulagsfræði við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands sem nefnist "Hafnir á Suðurnesjum. Grunnur að skipulagstillögu."
Meistaranámsnefndin er skipuð af dr. Sigríði Kristjánsdóttur dósent við meistaranám í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og Drífu Gústafsdóttur MSc skipulagsfræðingi á Landmótun. Prófdómari er Sólveig Helga Jóhannsdóttir MSc skipulagsfræðingur hjá Garðabæ.
Athöfnin fer fram 25. júní 2019 í salnum Sauðafell á .3.hæð í Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholta, Reykjavík og hefst kl. 15:00. Allir velkomnir!
Ágrip
Hafnir á Suðurnesjum. Grunnur að skipulagstillögu.
Hafnir á Suðurnesjum er þéttbýliskjarni á suðvesturhorni Íslands. Lítil uppbygging hefur átt sér stað í Höfnum, íbúðarhús var síðast byggt þar árið 2012. Grunnþjónusta á borð við skóla, verslanir og afþreyingu er ekki til staðar og þurfa íbúar að sækja alla sína þjónustu í Keflavík, Ytri-Njarðvík eða Innri-Njarðvík.
Markmið verkefnis er að setja fram grunn að skipulagi í Höfnum á Suðurnesjum. Markmiðið er að leysa skipulagið í anda sjálfbærrar þróunar. Áherslur verkefnis eru þríþættar þ.e. náttúrufarslegar-, manngerðar- og hagrænar forsendur. Þessir þættir eru mikilvægir og nauðsynlegt er að skoða þá og samþætta svo að úr verði gott skipulag.
Skipulag svæðisins kallar á samþættingu ólíkra þátta og eru Heimsmarkið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun höfð að leiðarljósi við verkefnið. Forsendur fyrir skipulagi voru niðurstöður greininga á Höfnum á Suðurnesjum, sem var mikilvægur þáttur í undirbúningsvinnu fyrir skipulagstillöguna.
Tillaga að deiliskipulagi var lögð fram með áherslu á þéttingu byggðar og aukna þjónustu í samræmi við náttúru og umhverfi.