Þriðjudaginn 30. maí ver Kristín Jónsdóttir meistararitgerð sína, „Fjaran og lífríkið sem kennslusvæði - Vistgerðaflokkun fjara í Vopnafirði sem faglegur grunnur fyrir kennslu og námsefni.“ Þetta er meistaraverkefni í almennri náttúrufræði frá Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Athöfnin hefst kl. 13:30 og mun fara fram í Ásgarði, aðalbyggingu LbhÍ á Hvanneyri. Allir eru velkomnir.
Leiðbeinendur eru Hlynur Óskarsson, vistfræðingur og dósent við LbhÍ og Sigríður Kristinsdóttir sjávarlíffræðingur og sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Prófdómari er Eydís Mary Jónsdóttir land- og umhverfisfræðingur.
Kristín starfar sem sauðfjárbóndi og náttúrufræðikennari við Vopnafjararskóla.
Samantekt
Hér er sagt frá vistgerðaflokkun fjara í Vopnafirði, frá Hofsárós að Lónaós – að Nýps- og Skógalóni meðtöldum. Fjörurnar voru rannsakaðar með það í huga að bæta við þekkingu á náttúru Vopnafjarðar, skoða og greina hvers konar fjöruvistgerðir væri þar að finna og hvert gildi þeirra væri. Tilgangurinn var jafnframt að byggja upp faglegan grunn fyrir kennslu og námsefni og skoða hvort og hvernig slík vistgerðaflokkun nýttist til að bæta nám grunnskólanema og vekja áhuga þeirra á vísindindum og rannsóknarvinnu.
Fjörurnar voru skoðaðar, kortlagðar og flokkaðar samkvæmt aðferðum NATURA Íslands-verkefnisins hjá NÍ, þ.e. eftir fjörubeði, brimasemi og einkennislífverum.
Í Vopnafirði eru fjöruvistgerðir nokkuð fjölbreyttar og margar af þeim fjöruvistgerðum sem finnast á landinu eru skráðar í Vopnafirði. Á þessu svæði fundust fjöruvistgerðir sem hafa hátt verndargildi og aðrar sem eru á lista Bernarsamningsins frá árinu 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar. Einnig fundust fuglar sem eru í bráðri hættu og yfirvofandi hættu samkvæmt Válista NÍ.
Þær fjörur sem greindar voru hafa marga kosti til kennslu og námsefnisgerðar, m.a. með tilliti til grunnþátta menntunar og grenndar- og útikennslu. Fjörurnar hafa mikið fræðslugildi og álitlegt er að nýta svæðið til gerðar námsefnis í náttúrufræði og umhverfisfræði auk samþættingar við aðrar námsgreinar, s.s. samfélagsfræði – landafræði og sögu, stærðsfræði og íslensku svo eitthvað sé nefnt. Upplagt er að fjalla um sögu staðarins, atvinnuþróun, búsetuþróun, örnefni, menningu og list eða hvað eina annað sem einkennir samfélagið.
Vistgerðaflokkun sem þessi gefur kennaranum möguleika á að leggja fyrir raunveruleg verkefni sem gefa nemendum tækifæri til að nálgast umhverfi sitt á áþreifanlegan hátt og vinna með vísindalegum aðferðum.
Summary
This thesis focuses on the ecosystem classification of seashores in Vopnafjörður, from Hofsárós to Lónaós – including Nýps- and Skógarlón. The main purpose of exploring these seashores was to increase the general knowledge on the nature of Vopnafjörður, to observe and classify the types of seashores and finally what their value would be. Further, the aim was also to gain a professional base for teaching and education as well as to explore if and how such a classification could increase primary-school student’s interest in science.
The seashores were explored, mapped and classified according to the procedure of the NATURA Ísland project at NÍ, i.e. based on substrate, energy level and characteristic species.
The seashores in Vopnafjörður are quite diverse and many of the typical seashore types in Iceland do exist in Vopnafjörður. Some of the seashores in the area have a high protective-value whilst others are listed in the Berne Convention from 2014 as types of seashores that should be protected. Furthermore, birds that are in danger of extinction according to NÍ red list, were observed.
The seashores do offer many possibilities for teaching and the making of teaching material, especially through the educational fundamental pillars and local- and outdoor education. The seashores have a high educational value and can be used for making of teaching material in both natural- and environmental science as well as through integration with other subjects like social studies, geography, history, Icelandic exc. They also give the possibilities to work with local history, business- and residential development, name of places, culture, arts or other characteristics of the community.
A classification like this offers teachers the possibilities of allowing students to get a hands-on experience through real projects, to explore their local area and work with scientific methods.