Meistaravörn: Jón Hámundur-sent út á netinu

Föstudaginn 20. febrúar n.k. verður Jón Hámundur Marinósson með opna MS vörn við umhverfisdeild við Landbúnaðarháskóla Íslands. Heiti verkefnis Jóns Hámundar er Gufunes - útivistarsvæði og sjálfbært smáhúsahverfi.
Leiðbeinandi er Dr. Sigríður Kristjánsdóttir, lektor við LbhÍ. Meðleiðbeinendi er Dr. Bjarki Jóhannesson, skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. Prófdómari er Yngvi Þór Loftsson, landslagsarkitekt hjá Landmótun. Vörnin fer fram í Geitaskarði á Keldnaholti og hefst kl. 13.00. Allir velkomnir.

Athygli er vakin á því að hægt að er sjá og hlusta á vörnina heimasíðu LbhÍ, ýtið hér.

Stuttur úrdráttur verkefnis Jóns Hámundar:

Gufunesið í Grafarvogi er opið svæði með ríka sögu sem hefur verið mikilvægt fyrir sögu Reykjavíkur. Í upphafi var Gufunesið landnámsjörð og hefur síðan verið verðmæt landbúnaðarjörð í gegnum aldirnar, bæði sem konungs- og kirkjujörð. Á 18. öldinni, um nokkra áratugi var ellispítali þar fyrir fátækt gamalt fólk. Síðar á hernámsárunum var ameríski herinn um nokkurt skeið með bragga í Gufunesi. Þegar litið er til mikilvægis Gufuness í sögu Reykvíkinga þá skiptir máli að Gufunesið nýtist vel fyrir Reykjavík.

Fyrri rannsóknir og greiningarvinna var stór þáttur fyrir undirbúning skipulagstillögunnar þar sem svæðið var skoðað og metið nokkrum sinnum. Að lokum var skipulagstillaga lögð fram í samræmi við markmið og niðurstöður greininga. Niðurstaðan er að Gufunesið er vel staðsett fyrir sjálfbært smáhúsahverfi þar sem fólk með áhuga á ræktun getur ræktað sinn eigin mat og kynnst náunga sínum. Rík áhersla er lögð á að bæta hag göngu- og hjólreiðafólks, en draga úr notkun einkabílsins. Þá mun stórt fjölbreytt útivistarsvæði í næsta nágrenni, styrkja enn frekar slíkt sjálfbært smáhúsahverfi og laða fólk að svæðinu.

Háskóli Íslands

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image