Meistaravörn – Janine Grace Lock

Meistaravörn í náttúru- og umhverfisfræði – Janine Grace Lock

Janine Grace Lock ver meistararitgerð sína í Náttúru - og umhverfisfræði „Sníkjudýrasamfélög og tilvist þeirra í villtum og tömdum grasbítum á Íslandi” við deild Náttúru og skóga við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Leiðbeinendur Janine Grace eru Isabel Barrio, prófessor Landbúnaðarháskóla Íslands, Susan Kutz, prófessor Háskólanum í Calgary og Mathilde Defourneaux, doktorsnemi Landbúnaðarháskóla Íslands.

Prófdómari er Kristbjörg Sara Thorarensen, dýralæknir á Tilraunastöð HÍ að Keldum.

Meistaravörnin fer fram þriðjudaginn 25. júní 2024 kl. 14:00 í Sauðafelli 3. hæð, Keldnaholti Reykjavík og á TEAMS og er opin öllum. Hlekkur hér. Vörnin fer fram á ensku.

Ágrip

Sníkjudýr í meltingarvegi hafa áhrif á heilsu einstakra dýra, hjarða þeirra og annarra dýrastofna sem skarast hvað varðar búsvæði og fæðu. Viðhald sníkjudýra innan stofna eða vistkerfa er að hluta til háð því að sníkjudýrategundir skarist milli mismunandi tegunda hýsla. Viðhald sníkjudýra innan stofna hefur einnig áhrif á meðhöndlun sníkjudýrasýkinga með ormalyfjum en sú notkun  getur stuðlað að ónæmi sníkjudýranna gegn ormalyfjum.

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna núverandi stöðu þráðorma í meltingarvegi í þremur helstu grasbítum á Íslandi, sauðfé (Ovis aries), villtum hreindýrum (Rangifer tarandus tarandus) og heiðagæs (Anser brachyrhynchus). Einnig voru sameiginlegar sníkjudýrategundir mismunandi hýsla kannaðar til að skilja betur hugsanlega hættu á smiti sníkjudýra milli hýsiltegunda. Egg af strongyle-gerð fundust bæði í sauðfé og hreindýrum þegar þau voru greind út frá útlitslegum einkennum. Með Nemabiome greiningum á lirfum sem klöktust út úr eggjunum fundust þráðirmategundirnar Teladorsagia circumcincta, Haemonchus contortus og Trichostrongylus axei, en niðurstöðurnar þarfnast frekari staðfestingar.

Þessi rannsókn var sú fyrsta sem kannaði sníkjudýr í meltingarvegi heiðagæsa á Íslandi og fundust egg þráðorma sem pössuðu við lýsingu á Trichostrongylus tenuis. En hann hefur fundist í meltingarvegi annarra íslenskra fuglategunda. Ennfremur var notkun nýrrar greiningartækni prófuð, sem notast við nær- og miðinnrauða endurkasts litrófsgreiningu (NIEL og MIEL) til að bera kennsl á mismunandi tegundir sníkjudýra í saur. Þessi nýja greiningartækni byggði á þróun kostnaðarhagkvæmra og aðgengilegra líkana sem geta spáð nákvæmlega fyrir um tegundir sníkjudýra í ferskum og frosnum saur sauðfjár og hreindýra.

Átján aðskilin líkön voru búin til með því að nota þrjá ramma á sex mismunandi gagnasett, fyrir sauðfé og hreindýr. Gagnasettin þrjú á hvern hýsil voru mismunandi eftir því hvernig saursýnin voru geymd og eftir tegund litrófsmælinga sem notaðar voru (ferskt NIEL, frosið NIEL og ferskt MIEL).

Líkönin voru þjálfuð með því að nota tilviljanakennda skóga fjölmerkja flokkunaralgoritma (e. random forest multi-label classification algorithms) með tveggja þátta mikilvægi (TM), flokkunarkeðju (FK) and merkja-veldismengi (MV) ramma til að kvarða NIEL og MIEL að þeim niðurstöðum sem fengust með Nemabiome greiningum. Öll líkönin gátu greint sníkjudýrategundir í frosnum sýnum, hins vegar sýndi merkja-veldismengis-rammi (MV) bestu frammistöðu líkansins í heildina, mestu nákvæmni, meðalnákvæmni og F1 stig. MIEL stóð sig heldur betur en NIEL fyrir sauðfé og mun betur en NIEL fyrir hreindýragagnasett með því að nota TM og FK ramma.

Þessi rannsókn kannaði hvernig samsetningar þráðormasamfélaga skarast  á milli villtra grasbíta og tamdra á Íslandi og fann hugsanlega samsvörun milli tegunda þráðorma sauðfjár og hreindýra. Í öðru lagi sýndi þessi rannsókn að NIEL og MIEL hefðu möguleika sem framtíðargreiningaraðferðir fyrir sníkjudýr í meltingarvegi.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image