Hákon Ásgeirsson ver meistararitgerð sína Samráð í Friðlandi að Fjallabaki – Hvernig bæta má verklag við gerð stjórnunar- og verndaráætlana. Mynd/aðsend

Meistaravörn Hákonar Ásgeirssonar í náttúru- og umhverfisfræði

Hákon Ásgeirsson ver meistararitgerð sína í náttúru- og umhverfisfræði við deild Náttúru og Skógar í Landbúnaðarháskóla Íslands sem nefnist „Samráð í Friðlandi að Fjallabaki – Hvernig bæta má verklag við gerð stjórnunar- og verndaráætlana“. Enski titillinn er „Stakeholder participation in Fjallabak Nature Reserve: How to improve work procedures in the making of management plans“.

Leiðbeinendur eru dr. Edda Ruth Hlín Waage lektor við Háskóla Íslands og Brita Kristina Berglund sérfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands. Prófdómari er dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor við Háskóla Íslands.

Vörnin fer fram þriðjudaginn 1. júní 2021 kl. 15:00 í Landbúnaðarháskóla Íslands, Árleyni 22, Keldnaholti, 112 Reykjavík. Einnig verður streymt í gegnum Zoom fjarfundarbúnað. Hlekkur á fjarvörnina hér. Við biðjum þá sem vilja tengja sig vinsamlegast að gera það fyrir kl. 14:50. Jafnframt biðjum við alla sem tengjast í gegnum fjarfundarbúnað að slökkva á eigin hljóðnemum á meðan fyrirlesturinn fer fram, en mega gjarnan kveikja á þeim þegar gefið verður færi á spurningum í lok varnarinnar. Vörnin fer fram á íslensku.

Ágrip

Friðland að Fjallabaki var friðlýst árið 1979. Vinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið hófst í byrjun árs 2017 og tók áætlunin gildi í mars síðastliðnum. Markmið með gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði er í megin dráttum að móta stefnu fyrir svæðin um hvernig viðhalda skuli verndargildi þeirra.

Í þessari rannsókn var beitt aðferðafræði starfendarannsókna þar sem starfshættir rannsakanda og samstarfsfélaga hans voru skoðaðir og ígrundaðir í þeim tilgangi að finna leiðir til að bæta samráð og verklag við áætlanagerðir fyrir friðlýst svæði. Vinnu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Friðland að Fjallabaki var fylgt eftir og verklagi við tilhögun samráðs vegna þeirrar vinnu þróað samhliða öflun og úrvinnslu gagna. Megin gögn samanstóðu af sex einstaklingsviðtölum við hagsmunaaðila, fimm hópviðtölum við starfsfólk Umhverfisstofnunar og fundargerðum frá samráðsfundum.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að hagsmunaaðilar höfðu miklar væntingar um samráð við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Fjallabak. Hagsmunaaðilar voru margir og áttu ólíkra hagsmuna að gæta. Ítarleg hagsmunaaðilagreining var því grundvallaratriði við skipulagningu samráðsins til að greina hvaða hagsmunaaðila um væri að ræða og hvaða hagsmunir væru í húfi og. Með auknu og víðtækara samráði jókst traust á starfsháttum Umhverfisstofnunar og starfsfólki hennar. Rannsóknin gerði þannig starfsfólki stofnunarinnar kleift að bæta starfshætti sína og verklag við gerð stjórnunar- og verndaráætlana.

Image
Vörnin fer fram 1. júní n.k. kl 15 og verður streymt fyrir áhugasama
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image