Arwa Al-fadhli ver meistararitgerð sína í skipulagsfræði Framtíðarsýn fyrir Keldur. Kyrrlátt hverfi með vistvænum endurbótum í bíllausu umhverfi við deild Skipulags & Hönnunar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Á ensku nefnist ritgerðin A vision for Keldur. A quiet neighborhood with environmentally friendly improvements in a car-free environment
Leiðbeinendur Arwa voru Dr. Sigríður Kristjánsdóttir deildarforseti og Dr. Astrid Lelarge brautarstjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands. Prófdomari er Drífa Gústafsdóttir.
Meistaravörnin fer fram mánudaginn 25. apríl 2022 kl. 15:00 við Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík, Árleyni 22.
Vörninni verður einnig streymt í gegnum Zoom fjarfundabúnað og öllum áhugasömum er velkomið að fylgjast með henni þannig. Við biðjum þá sem vilja tengja sig vinsamlegast að gera það fyrir kl. 14:50. Jafnframt biðjum við alla sem tengjast í gegnum fjarfundabúnað að slökkva á eigin hljóðnemum á meðan fyrirlesturinn fer fram, en mega gjarnan kveikja á þeim þegar gefið verður færi á spurningum „úr sal“ í lok varnarinnar. Hlekkur á vörnina hér.
Ágrip
Markmið verkefnis er að setja fram skipulagstillögu fyrir nýtt hverfi að Keldum sem leggur á herslu á umhverfið og fólkið. Keldur liggur austur af Elliðavogi, það tilheyrir Grafarvogi og er norð-austur af Húsahverfi í Reykjavík. Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2030 er lögð áhersla á þétta, blandaða og vistvæna græna byggð. Tillagan að skipulaginu er lögð fram með áherslu á þéttingu byggðar, gildi grænnar borgar og vistvænar samgöngur og er því unnin í samræmi við markmið skipulagsstefnu Reykjavíkurborgar. Haft er í huga gildi lýðheilsu og gæði umhverfis.
Skipulagstillagan felur í sér blandaða byggð með íbúðasvæði, en einnig atvinnu- afþreyingar- og þjónustusvæði sem þjónar nýja hverfinu sjá lfu og þeim sem tengjast því, Ártúnshöfða og Gufunesi þar sem er gott útivistarsvæði. Í útfærslu þessa nýja hverfis á Keldum er lögð áhersla á að styðja við nærliggjandi hverfi með vistvænum almenningssamgöngum, Borgarlínu, hjóla- og göngustígum. Gert er ráð fyrir í tillögunni að Borgarlí na muni liggja um hverfið. Aðalá hersla er á umhverfi og fólk, en bílinn verður ekki sýnilegur.
Aðaltilgangur skipulagstillögunnar er að skapa vistvænt hverfi þar sem notuð er hugmyndafræðin um græna umgjörð bygginga sem bætir græna innviði og loftgæði íbúanna. Forsenda hugmyndarinnar, sem sett er fram í þessu verkefni, er sú að undir rannsóknarsvæðinu komi einn stór niðurgrafinn bí lakjallari á tveimur hæðum með lyftu á yfirborðið. Hann verður staðsettur á þremur stöðum neðanjarðar, undir kjarna svæðisins, undir skólasvæðinu og undir hluta af íbúðasvæðinu. Fyrir ofan bílakjallarann eru íbúðir, sameiginlegt útivistarsvæði, garðar, ýmis þjónusta og stoppustöð fyrir Borgarlínu.
Niðurstaða verkefnisins gefur til kynna að hægt er með auðveldum hætti að skipuleggja þétta og vistvæna byggð þar sem einkabíllinn er ekki sjáanlegur og íbúar og aðrir nýta sér vistvænar samgöngur. Þar sem á hersla er á lýðheilsu og gæði umhverfis. Ætti niðurstaða verkefnisins því að nýtast við skipulag annarra hverfa á höfuðborgarsvæðinu.